Um Straumlind

Um Straumlind

Straumlind er raforkusölufyrirtæki. Markmið Straumlindar er að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðasta verð á rafmagni á Íslandi.

Til að ná markmiði sínu notar Straumlind eigin hugbúnað, gervigreind og sjálfvirkni. Sömuleiðis hyggst Straumlind halda yfirbyggingu í lágmarki.

Framtíðarsýn Straumlindar er að gera raforkukerfið ,,snjallara”. Með gagnavísindum og notkun gervigreindar má hámarka nýtingu innan raforkukerfisins, lágmarka kostnað og stuðla að orkujöfnuði. Straumlind horfir því björtum augum til framtíðar og sér margvísleg tækifæri í orkuskiptum og rafbílavæðingu á Íslandi.

Straumlind hyggst stuðla að aukinni samkeppni og bjóða fyrirtækjum, heimilum og rafbílaeigendum betra verð á rafmagni.

Persónuvernd

Persónuupplýsingar

Straumlind vinnur með persónuupplýsingar sem viðskiptavinur gefur sjálfur, t.d. við upphaf viðskipta. Heimildir Straumlindar til vinnslu upplýsinganna byggja á ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Straumlind aflar eingöngu persónuupplýsinga sem eru nauðsynlegar til að framkvæma samning við viðskiptavin og uppfylla lagalegar skyldur sem hvíla á félaginu.

Upplýsingar til þriðja aðila

Straumlind deilir ekki persónuupplýsingum í öðrum tilgangi en þeim sem er nauðsynlegur til að félagið geti uppfyllt skyldur sínar og samninga eða í öðrum löglegum tilgangi.

Ópersónugreinanleg vinnsla upplýsinga

Straumlind áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar samantektir um raforkunotkun og nota þær í starfsemi sinni s.s. í áætlanagerð.

Fræðsla

Starfsmenn Straumlindar fá fræðslu um persónuvernd og mikilvægi þess að tryggja öryggi og trúnað um persónuupplýsingar viðskiptavina.

Trúnaður

Starfsmönnum Straumlindar ber skylda til að gæta trúnaðar um þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang að í starfi sínu. Trúnaður gildir eftir að störfum lýkur.

Lög, reglugerðir og stjórnsýsla

Orkustofnun gefur út starfsleyfi til raforkusölufyrirtækja. Stofnunin annast líka eftirlit með raforkulögum sem m.a. felur í sér að leysa úr kvörtunum aðila á raforkumarkaði. Hægt er að nálgast ákvarðanir Orkustofnunar hér.

Helstu lög og reglugerðir sem varða starfsemi Straumlindar eru eftirfarandi: