Orkan fjárfestir í Straumlind

Orkan IS, dótturfélag Skel fjárfestingarfélags, hefur náð samkomulagi um kaup á 34% eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf., sem var stofnað árið 2020. Orkan rekur 70 þjónustustöðvar um allt land og býður upp á orku m.a. í formi rafmagns, metans og vetnis.

Símon Einarsson, framkvæmdastjóri Straumlindar

„Markmið Straumlindar hefur frá upphafi verið að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðasta rafmagnsverð á Íslandi. Viðtökur íslenskra heimila hafa verið frábærar og hefur fjöldi viðskiptavina ríflega fimmfaldast frá síðastliðnum áramótum.

Straumlind hefur þróað eigin hugbúnað, sem byggir á gervigreind og sjálfvirkni. Nýlega kynnti Straumlind til leiks nýja þjónustu, sem býður notendum upp á Ódýrara rafmagn á nóttunni. Með þessu vonast fyrirtækið til að stuðla að álagsjöfnun rafmagns, nýta innviði orkukerfisins betur og bjóða upp á ódýrari verð.

Síðustu tvö ár hafa verið ævintýri líkust hjá Straumlind og við erum gríðarlega þakklát fyrir jákvæðar móttökur íslenskra heimila og fyrirtækja. Okkar markmið með stofnun félagsins var að nýta tæknina til að stuðla að lægra orkuverði og betri nýtingu raforkuinnviða landsins. Við erum sannfærð um að samstarfið við Orkuna muni styrkja Straumlind í þessari vegferð og lítum björtum augum til framtíðarinnar.“

Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Orkunnar

„Við erum spennt fyrir því að fá Straumlind í Orku fjölskylduna. Við teljum fyrirtækið samsvara vel gildum og framtíðarsýn Orkunnar. Með þéttu samstarfi við Straumlind teljum við okkur geta kynnt fyrir tugum þúsunda okkar viðskiptavina nýjar og snjallar lausnir til að lækka hjá sér raforkukostnað. Við viljum vera fyrsta val í orkuþörfum heimilanna og virkir þátttakendur í orkuskiptunum næstu áratugina.“

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.