Leiðir skilja hjá Straumlind og Aurbjörgu

Straumlind rifti nýlega samningi sínum við Aurbjörgu.

Samkvæmt samningnum greiddi Straumlind fast mánaðargjald til Aurbjargar fyrir birtingu á vörumerki Straumlindar og tilvísunargjald fyrir hvert skipti sem Straumlind var valin í gegnum vef Aurbjargar.

Afleiðing riftunarinnar er sú að ekki er lengur hægt að velja Straumlind á vef Aurbjargar - en það er auðvitað ennþá einfalt og fljótlegt að skrá sig í gegnum heimasíðuna okkar Straumlind.is.

Hvað kom til?

Aurbjörg gefur sig út fyrir að vera hlutlaus verðsamanburðarsíða sem hafi hag neytenda og virka samkeppni að leiðarljósi.

Því miður telur Straumlind að Aurbjörg standi ekki undir þessum háleitu og góðu markmiðum.

Með villandi framsetningu á verðsamanburði rafmagns og því að samþykkja tvöfaldar verðskrár er Aurbjörg að gera þveröfugt.

Straumlind kaus því að rifta viðskiptasambandinu.

Aðrar betri leiðir til staðar

Orkusetur.is er vefur á vegum Orkustofnunar. Þar má finna verðsamanburð og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir raforkunotendur.

Og eins og áður sagði er einfalt og fljótlegt að skrá sig í viðskipti á Straumlind.is.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.