Fjórfaldur meistari innan Straumlindar

Teymi Straumlindar heldur áfram að gera góða hluti í atvinnulífinu. Hafdís Renötudóttir, starfsmaður Straumlindar varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með liðinu sínu Val.

Lið Hafdísar náði merkilegum áfanga á tímabilinu, en þær unnu alla þá titla sem í boði voru og eru því fjórfaldir meistarar. Þær eru íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og meistarar meistaranna.

Hafdís gerði sér lítið fyrir og vann að auki titilinn og gripinn "Verðmætasti leikmaður úrslitakeppnarinnar". Hún er því að gera góða hluti bæði innanhúss og innan vallarins.

Við óskum Hafdísi og liði hennar til hamingju árangurinn.

Straumlind logo
Bjargargata 1 102 Reykjavík
Kennitala: 480920-0150
VSK númer: 139585
Höfundaréttur © Straumlind 2024
HAFA SAMBAND
Tölvupóstur og Messenger skilaboð eru bestu leiðirnar til að ná sambandi við Straumlind.
Símsvörun kl. 10-12 alla virka daga.